Ný námsver Þekkingarnets Austurlands kynnt í viku símenntunar

Í viku símenntunar á Austurlandi verður lögð áhersla á að ná til fólks með stutta formlega menntun. Ýmsar námsleiðir verða kynntar eins og Landnemaskólinn og fagnámskeið. Sérstaklega verða kynnt ný námsver Þekkingarnets Austurlands á Vopnafirði, Breiðdalsvík og Reyðarfirði. Farið verður í fyrirtækjaheimsóknir og námskynningar í allt að 25 fyrirtæki víðs vegar um Austurland. Ekki má gleyma afhendingu viðurkenningar Þekkingarnets Austurlands fyrir gott starf á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar. Nánar á www.tna.is 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband