Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Vika símenntunar 2008

Vika símenntunar verður 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að hvetja fólk til að leita sér þekkingar og minna á að öll fræðsla nýtist til góðs í leik og starfi. Í ár verður lögð sérstök áhersla á að ná til fólks sem hefur litla formlega menntun og sérstaklega verður hugað að fræðslu í fyrirtækjum. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir árlegri viku símenntunar í samstarfi við símenntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mími símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenntaráð styrkir viku símenntunar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband