Viku símenntunar lýkur í dag

Skipulag viku símenntunar tókst vel um allt land, en það voru 11 símenntunarmiðstöðvar um allt land sem sáu um framkvæmd vikunnar í ár. Fjöldinn allur af námskeiðum og kynningum fór fram á hverjum stað auk þess sem fyrirtæki voru sérstaklega hvött til að huga að fræðslustefnu sinni og símenntun starfsmanna. Vika símenntunar minnir okkur á að menntun er æviverk og alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu sem gagnast í lífi og starfi. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir árlegri Viku símenntunar auk þess sem Starfsmenntaráð styrkir einnig framkvæmd hennar.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband