Gagnlegur fyrirlestrar fyrir starfsfólk fyrirtækja á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum verða margs konar fyrirlestrar í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja. Starfsemi Miðstöðvar símenntunar áSuðurnesjum mun einnig verða kynnt, þ.e. námskeiðahald og náms- ogstarfsráðgjöf auk þess sem sérstök áhersla verður á að kynna lesblindugreiningar og þau námskeiðsem eru sérstaklega í boði fyrir lesblinda.

Dæmi um þá fyrirlestra sem verða í boði er Samskiptiog vellíðan á vinnustað, en þar fjalla Þórhildur Þórhallsdóttir um mikilvægistarfsánægju á vinnustöðum og hvaða þættir hafa helst áhrif á starfsánægjueinstaklinga. Jón Gnarr mun halda fyrirlestur um þjónustu undir heitinu Ég viðskiptaVINURINN, sem er bráðfyndin, djúpog hressandi sýn á þjónustu frá einum kraftmesta listamanni þjóðarinnar. KolbrúnRagnarsdóttir mun síðan fjalla um mismunandi aðferðir til að stjórna streitu ogmæta álagi í starfi.  Ætlunin er aðbjóða upp á 10 fyrirlestra sem yrðu fyrirtækjum á svæðinu að kostnaðarlausu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband