Fyrirtækjadagurinn er 24. september

Miðvikudagurinn 24. september er tileinkaður fræðslu í fyrirtækjum. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir nýtt til að kynna fræðslustefnu sína fyrir starfsmönnum, hleypt af stað símenntunarátaki eða haldið námskeið. Það er líka góð hugmynd að fá fræðsluaðila til að kynna framboð námskeiða eða fulltrúa stéttarfélaga eða fræðslusjóða til að kynna réttindi sem starfsmenn hafa t.d. til að fá námskeið greitt úr sínum sjóðum. Bent er á framkvæmdaraðila viku símenntunar í tenglalista hér til vinstri en þeir koma gjarna og kynna viku símenntunar og námsframboð á hverju landssvæði.

Heilmörg fyrirtæki hafa tekið virkan þátt í viku símenntunar undanfarin ár og hafa gjarna nýtt fyrirtækjadaginn til að hvetja starfsmenn sína til að leita sér fræðslu. Fyrirtæki eru hvött til að láta vita um það sem þau gera í tengslum við viku símenntunar. Upplýsingar má senda til verkefnastjóra í simenntun@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband