Færsluflokkur: Menning og listir

Viku símenntunar lýkur í dag

Skipulag viku símenntunar tókst vel um allt land, en það voru 11 símenntunarmiðstöðvar um allt land sem sáu um framkvæmd vikunnar í ár. Fjöldinn allur af námskeiðum og kynningum fór fram á hverjum stað auk þess sem fyrirtæki voru sérstaklega hvött til að huga að fræðslustefnu sinni og símenntun starfsmanna. Vika símenntunar minnir okkur á að menntun er æviverk og alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu sem gagnast í lífi og starfi. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir árlegri Viku símenntunar auk þess sem Starfsmenntaráð styrkir einnig framkvæmd hennar.

Vika símenntunar á fullri ferð á Vesturlandi

LogoVesturland

StarfsfólkSímenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður á fullri ferð um landshlutann íViku símenntunar, í fyrirtækjum og með opnar kynningar til að kynnahina ýmsu námsmöguleika og hvað stendur íbúum til boða á sviði sí- ogendurmenntunar.  Í kjölfar auglýstra kvöldkynninga slást Beggi ogPacas í för og verða með vangaveltur um kærleikann, fordóma, gleðina oghamingjuna. Þessarkynningar verða haldnar á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði og Búðardal.

Þrírkynningarfundir verða haldnir í Viku símenntunar þar sem fyrirhugað er að faraaf stað með Grunnmenntaskólann og Aftur í nám. Kynningarfundirá Grunnmenntaskólanum verða haldnir í Borgarnesi og á Akranesi, auk þess semkynningarfundur á Aftur í nám verður í Grundarfirði.

Jóhanna Kristjónsdóttir verður með fyrirlestur áAkranesi  sem nefnist Miðausturlönd – menning, trú og saga. 

 


Gagnlegur fyrirlestrar fyrir starfsfólk fyrirtækja á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum verða margs konar fyrirlestrar í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja. Starfsemi Miðstöðvar símenntunar áSuðurnesjum mun einnig verða kynnt, þ.e. námskeiðahald og náms- ogstarfsráðgjöf auk þess sem sérstök áhersla verður á að kynna lesblindugreiningar og þau námskeiðsem eru sérstaklega í boði fyrir lesblinda.

Dæmi um þá fyrirlestra sem verða í boði er Samskiptiog vellíðan á vinnustað, en þar fjalla Þórhildur Þórhallsdóttir um mikilvægistarfsánægju á vinnustöðum og hvaða þættir hafa helst áhrif á starfsánægjueinstaklinga. Jón Gnarr mun halda fyrirlestur um þjónustu undir heitinu Ég viðskiptaVINURINN, sem er bráðfyndin, djúpog hressandi sýn á þjónustu frá einum kraftmesta listamanni þjóðarinnar. KolbrúnRagnarsdóttir mun síðan fjalla um mismunandi aðferðir til að stjórna streitu ogmæta álagi í starfi.  Ætlunin er aðbjóða upp á 10 fyrirlestra sem yrðu fyrirtækjum á svæðinu að kostnaðarlausu. 


Símenntunarrúta ferðast með menntakistu um Vestfirði

Logo frmst

Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun hafa víðtækt samstarf í viku símenntunar við aðila eins og Félag opinberra starfsmanna á Ísafirði, Háskólasetur Vestfjarða, Menntaskólann á Ísafirði, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Vinnumálastofnun. Farið verður í símenntunarrútu um Vestfirði, fyrirtæki og stofnanir heimsóttar á daginn og boðin stutt námskeið í hádeginu. Á kvöldin verður opnuð menntakista á völdum stöðum en úr menntakistunni getur fólk valið einstök námskeið og/eða fengið margvíslegar upplýsingar og ráðgjöf. Í hádeginu verða boðin örnámskeið á þéttbýlisstöðum sem ekki njóta menntakistunnar þar sem þræddir verða krákustígar internetsins.

Ferðaáætlun símenntunarrútunnar er eftirfarandi: Á mánudag fer hún um norðanverða Vestfirði og stoppar m.a. á Þingeyri og á þriðjudag heimsækir hún Bíldudal, Patreksfjörð og Tálknafjörð. Á miðvikudeginum, sem er símenntunardagur í fyrirtækjum, verður haldin menntasmiðja í Reykhólaskóla. Á fimmtudaginn er stefnan tekin á Drangsnes og Hólmavík og á föstudeginum er endað með glæsilegri dagskrá í nýju húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði. 


Samstarf út um sveitir í Eyjafirði

Símey - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar sér um framkvæmd viku símenntunar á Eyjafjarðarsvæðinu, Í ár mun Símey leggja áherslu á samstarf út um sveitir og munu fara víða og bjóða stutt fræðsluerindi á Akureyri, Dalvík, Grenivík og í Fjallabyggð, sem verða almenningi að kostnaðarlausu. Einnig veðrur almenn kynning á starfsemi Símey og þjónustu náms- og starfsráðgjafa á svæðinu. Áhersla verður lögð á að hvetja fyrirtæki til að huga að fræðslu fyrir starfsmenn sína. 

Örnámskeið og kynningar á starfsmenntasjóðum

LogoThingeyingaÞekkingarsetur Þingeyinga mun heimsækja fyrirtæki á sínu starfssvæði á hverjum degi í viku símenntunar og kynna námsframboð og styrkjamöguleika úr starfsmenntasjóðum. Einnig verða örnámskeið í boði þar sem tekin verða fyrir efni eins og hreyfing og heilsa, næringarfræði og fræðsla um ný tungumál og nýja menningu. Heimasíða Þekkingarseturs Þingeyinga er www.hac.is 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband