21.9.2008 | 21:58
Vika símenntunar gerir víðreist á Norðurlandi vestra
Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Siglufirði, Blönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd.Með í för verða fulltrúar frá Hólaskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra auk fulltrúa verkalýðsfélaga á svæðinu.
Á Blönduósi og Skagaströnd verður lögð áhersla á að kynna verkefnið Eflum byggð en það er verkefni sem unnið er í samstarfi við Hólaskóla, háskólann á Hólum og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Einnig verður kynnt námskeiðið Aftur í nám, en það er ætlað fullorðnu fólki sem á við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða. Á Hvammstanga verður Grunnmenntaskólinn kynntir og einnig tungumálanámskeið sem eru í boði, en á Siglufirði verður megináherslan á almenna kynningu á Farskólanum.
Í Skagafirði verður megináherslan lögð á Hofsós, en þar verður kynning á Grunnmenntaskólanum með fulltingi kvenna sem hyggjast stunda nám í honum í vetur. Á Sauðárkróki verður opið hús í Farskólanum þar sem verða kynnt starfstengd námskeið sem Farskólinn hefur haft umsjón með fyrir opinberar stofnanir á svæðinu.Á öllum þessum stöðum verður jafnframt boðið upp á ókeypis áhugasviðsgreiningu á vegum Svæðisvinnumiðlunar á Norðurlandi vestra.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.