Færsluflokkur: Ferðalög

Vika símenntunar á fullri ferð á Vesturlandi

LogoVesturland

StarfsfólkSímenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður á fullri ferð um landshlutann íViku símenntunar, í fyrirtækjum og með opnar kynningar til að kynnahina ýmsu námsmöguleika og hvað stendur íbúum til boða á sviði sí- ogendurmenntunar.  Í kjölfar auglýstra kvöldkynninga slást Beggi ogPacas í för og verða með vangaveltur um kærleikann, fordóma, gleðina oghamingjuna. Þessarkynningar verða haldnar á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði og Búðardal.

Þrírkynningarfundir verða haldnir í Viku símenntunar þar sem fyrirhugað er að faraaf stað með Grunnmenntaskólann og Aftur í nám. Kynningarfundirá Grunnmenntaskólanum verða haldnir í Borgarnesi og á Akranesi, auk þess semkynningarfundur á Aftur í nám verður í Grundarfirði.

Jóhanna Kristjónsdóttir verður með fyrirlestur áAkranesi  sem nefnist Miðausturlönd – menning, trú og saga. 

 


Símenntunarrúta ferðast með menntakistu um Vestfirði

Logo frmst

Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun hafa víðtækt samstarf í viku símenntunar við aðila eins og Félag opinberra starfsmanna á Ísafirði, Háskólasetur Vestfjarða, Menntaskólann á Ísafirði, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Vinnumálastofnun. Farið verður í símenntunarrútu um Vestfirði, fyrirtæki og stofnanir heimsóttar á daginn og boðin stutt námskeið í hádeginu. Á kvöldin verður opnuð menntakista á völdum stöðum en úr menntakistunni getur fólk valið einstök námskeið og/eða fengið margvíslegar upplýsingar og ráðgjöf. Í hádeginu verða boðin örnámskeið á þéttbýlisstöðum sem ekki njóta menntakistunnar þar sem þræddir verða krákustígar internetsins.

Ferðaáætlun símenntunarrútunnar er eftirfarandi: Á mánudag fer hún um norðanverða Vestfirði og stoppar m.a. á Þingeyri og á þriðjudag heimsækir hún Bíldudal, Patreksfjörð og Tálknafjörð. Á miðvikudeginum, sem er símenntunardagur í fyrirtækjum, verður haldin menntasmiðja í Reykhólaskóla. Á fimmtudaginn er stefnan tekin á Drangsnes og Hólmavík og á föstudeginum er endað með glæsilegri dagskrá í nýju húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði. 


Vika símenntunar gerir víðreist á Norðurlandi vestra

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Siglufirði, Blönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd.Með í för verða fulltrúar frá Hólaskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra auk fulltrúa verkalýðsfélaga á svæðinu.

Á Blönduósi og Skagaströnd verður lögð áhersla á að kynna verkefnið „Eflum byggð“ en það er verkefni sem unnið er í samstarfi við Hólaskóla, háskólann á Hólum og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Einnig verður kynnt námskeiðið „ Aftur í nám“, en það er ætlað fullorðnu fólki sem á við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða. Á Hvammstanga verður Grunnmenntaskólinn kynntir og einnig tungumálanámskeið sem eru í boði, en á Siglufirði verður megináherslan á almenna kynningu á Farskólanum.

Í Skagafirði verður megináherslan lögð á Hofsós, en þar verður kynning á Grunnmenntaskólanum með fulltingi kvenna sem hyggjast stunda nám í honum í vetur. Á Sauðárkróki verður opið hús í Farskólanum þar sem verða kynnt starfstengd námskeið sem Farskólinn hefur haft umsjón með fyrir opinberar stofnanir á svæðinu.Á öllum þessum stöðum verður jafnframt boðið upp á ókeypis áhugasviðsgreiningu á vegum Svæðisvinnumiðlunar á Norðurlandi vestra.


Námskeið og kynningar í Eyjum

Í Vestmannaeyjum mun Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, bjóða upp á stutt tölunámskeið sem verða sniðin að þörfum eldri borgara og sjómanna. Einnig verða kynningar á úrræðum vegna lesblindu og loks verður skipulagt sérstakt námskeið í blaðaútgáfu fyrir fólk í fiskvinnslu.

Samstarf út um sveitir í Eyjafirði

Símey - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar sér um framkvæmd viku símenntunar á Eyjafjarðarsvæðinu, Í ár mun Símey leggja áherslu á samstarf út um sveitir og munu fara víða og bjóða stutt fræðsluerindi á Akureyri, Dalvík, Grenivík og í Fjallabyggð, sem verða almenningi að kostnaðarlausu. Einnig veðrur almenn kynning á starfsemi Símey og þjónustu náms- og starfsráðgjafa á svæðinu. Áhersla verður lögð á að hvetja fyrirtæki til að huga að fræðslu fyrir starfsmenn sína. 

Áhersla á fræðslu í fyrirtækjum á Suðurlandi

Megináherslan í viku símenntunar á Suðurlandi er á fyrirtækjaheimsóknir. Markmiðið er að ná beint til fólks með kynningu á tækifærum til fræðslu. Starfsfólk Fræðslunets Suðurlands, framkvæmdastjóri Landsmenntar, starfsmenn stéttarfélaga á Suðurlandi, fyrirlesari frá Þekkingarmiðlun og túlkar munu sjá um fræðslu- og upplýsingafundina. Fyrirtækin sem fá heimsókn og kynningar í viku símenntunar í viku símenntunar eru MS Selfossi, Reykjagarður á Hellu, Samverk á Hellu, SS á Hvolsvelli, SET á Selfossi og nokkur fyrirtæki í Þorlákshöfn. Nánar á http://fraedslunet.googlepages.com 

Ný námsver Þekkingarnets Austurlands kynnt í viku símenntunar

Í viku símenntunar á Austurlandi verður lögð áhersla á að ná til fólks með stutta formlega menntun. Ýmsar námsleiðir verða kynntar eins og Landnemaskólinn og fagnámskeið. Sérstaklega verða kynnt ný námsver Þekkingarnets Austurlands á Vopnafirði, Breiðdalsvík og Reyðarfirði. Farið verður í fyrirtækjaheimsóknir og námskynningar í allt að 25 fyrirtæki víðs vegar um Austurland. Ekki má gleyma afhendingu viðurkenningar Þekkingarnets Austurlands fyrir gott starf á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar. Nánar á www.tna.is 

Örnámskeið og kynningar á starfsmenntasjóðum

LogoThingeyingaÞekkingarsetur Þingeyinga mun heimsækja fyrirtæki á sínu starfssvæði á hverjum degi í viku símenntunar og kynna námsframboð og styrkjamöguleika úr starfsmenntasjóðum. Einnig verða örnámskeið í boði þar sem tekin verða fyrir efni eins og hreyfing og heilsa, næringarfræði og fræðsla um ný tungumál og nýja menningu. Heimasíða Þekkingarseturs Þingeyinga er www.hac.is 

Samstarfsaðilar viku símenntunar um land allt

Framkvæmdaraðilar viku símenntunar eru símenntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mímir símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Í viku símenntunar er lögð áhersla á að kynna þá símenntun sem í boði er, fyrirtæki verða heimsótt og boðið upp á stutt námskeið og ráðgjöf til kynningar.

Símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni eru: 

  • Símenntunarmiðstöð Vesturlands
  • Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 
  • Fræðslunet Vestfjarða
  • Þekkingarnet Austurlands 
  • Fræðslunet Suðurlands
  • Símey - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
  • Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
  • Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja 
  • Þekkingarsetur Þingeyinga 
Framkvæmdaraðilar viku símenntunar veita allar nánari upplýsingar um dagskrá á hverjum stað. Listi yfir tengla á heimasíður þeirra er í tenglalista hér til vinstri á síðunni.
Einnig má hafa samband við verkefnastjóra viku símenntunar, Aðalheiði Jónsdóttur í simenntun@simnet.is  
Menntamálaráðuneytið stendur fyrir viku símenntunar en hún er einnig styrkt af Starfsmenntaráði. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband