18.9.2008 | 22:32
Örnámskeið og kynningar á starfsmenntasjóðum
Þekkingarsetur Þingeyinga mun heimsækja fyrirtæki á sínu starfssvæði á hverjum degi í viku símenntunar og kynna námsframboð og styrkjamöguleika úr starfsmenntasjóðum. Einnig verða örnámskeið í boði þar sem tekin verða fyrir efni eins og hreyfing og heilsa, næringarfræði og fræðsla um ný tungumál og nýja menningu. Heimasíða Þekkingarseturs Þingeyinga er www.hac.is
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.