Samstarfsaðilar viku símenntunar um land allt

Framkvæmdaraðilar viku símenntunar eru símenntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mímir símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Í viku símenntunar er lögð áhersla á að kynna þá símenntun sem í boði er, fyrirtæki verða heimsótt og boðið upp á stutt námskeið og ráðgjöf til kynningar.

Símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni eru: 

  • Símenntunarmiðstöð Vesturlands
  • Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 
  • Fræðslunet Vestfjarða
  • Þekkingarnet Austurlands 
  • Fræðslunet Suðurlands
  • Símey - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
  • Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
  • Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja 
  • Þekkingarsetur Þingeyinga 
Framkvæmdaraðilar viku símenntunar veita allar nánari upplýsingar um dagskrá á hverjum stað. Listi yfir tengla á heimasíður þeirra er í tenglalista hér til vinstri á síðunni.
Einnig má hafa samband við verkefnastjóra viku símenntunar, Aðalheiði Jónsdóttur í simenntun@simnet.is  
Menntamálaráðuneytið stendur fyrir viku símenntunar en hún er einnig styrkt af Starfsmenntaráði. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband