Færsluflokkur: Dægurmál

Viku símenntunar lýkur í dag

Skipulag viku símenntunar tókst vel um allt land, en það voru 11 símenntunarmiðstöðvar um allt land sem sáu um framkvæmd vikunnar í ár. Fjöldinn allur af námskeiðum og kynningum fór fram á hverjum stað auk þess sem fyrirtæki voru sérstaklega hvött til að huga að fræðslustefnu sinni og símenntun starfsmanna. Vika símenntunar minnir okkur á að menntun er æviverk og alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu sem gagnast í lífi og starfi. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir árlegri Viku símenntunar auk þess sem Starfsmenntaráð styrkir einnig framkvæmd hennar.

Símenntunardagur í fyrirtækjum er í dag

Logo_blom_vika_simMiðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. með því kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.

Hver á að þreskja hveitið, hnoða deigið og baka brauðið ef allir eru á námskeiði?

Mímir símenntun stendur fyrir morgunfundi miðvikudaginn 24. september kl. 08.30 til 10.15 í Skeifunni 8, 2.hæð. Tilefnið er fyrirtækjadagur viku símenntunar.

Spurningunum sem velt verður upp eru: Hver er hagnaður fyrirtækis af því að starfsmenn með stutta formlega skólagöngu sæki sér þekkingu? Kunna þeir ekki allt sem starfið krefst?Verður námið ekki til þess að þeir gera auknar kröfur, sækja frekara nám eða finna sér aðra vinnu? Er símenntun aðeins fyrir starfsmenn með framhaldsnám?

Frummælendur:

  • Jón Sigurðsson sérfræðingur, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Pálmar Sigurðsson skrifstofu- og starfsmannastjóri Hópbíla
  • Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Mími-símenntun
  • Andrés Magnússon starfsmannastjóri Póstsins

 Aðalheiður Jónsdóttir verkefnastjóri viku símenntunar stýrir pallborðsumræðum

Skráning á haukur@mimir.is

Að fundinum loknum gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi Mímis-símenntunar.


Námskeið og kynningar í Eyjum

Í Vestmannaeyjum mun Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, bjóða upp á stutt tölunámskeið sem verða sniðin að þörfum eldri borgara og sjómanna. Einnig verða kynningar á úrræðum vegna lesblindu og loks verður skipulagt sérstakt námskeið í blaðaútgáfu fyrir fólk í fiskvinnslu.

Ný námsver Þekkingarnets Austurlands kynnt í viku símenntunar

Í viku símenntunar á Austurlandi verður lögð áhersla á að ná til fólks með stutta formlega menntun. Ýmsar námsleiðir verða kynntar eins og Landnemaskólinn og fagnámskeið. Sérstaklega verða kynnt ný námsver Þekkingarnets Austurlands á Vopnafirði, Breiðdalsvík og Reyðarfirði. Farið verður í fyrirtækjaheimsóknir og námskynningar í allt að 25 fyrirtæki víðs vegar um Austurland. Ekki má gleyma afhendingu viðurkenningar Þekkingarnets Austurlands fyrir gott starf á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar. Nánar á www.tna.is 

Vika símenntunar 2008

Vika símenntunar verður 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að hvetja fólk til að leita sér þekkingar og minna á að öll fræðsla nýtist til góðs í leik og starfi. Í ár verður lögð sérstök áhersla á að ná til fólks sem hefur litla formlega menntun og sérstaklega verður hugað að fræðslu í fyrirtækjum. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir árlegri viku símenntunar í samstarfi við símenntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mími símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenntaráð styrkir viku símenntunar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband