Er þörf fyrir aukna þekkingu í þjónustugreinum?

Mímir símenntun boðar til hádegisfundar þriðjudaginn 23. sept. kl. 12.15-14.00 í Skeifunni 8 í tilefni af viku símenntunar. Á fundinum verður velt upp spurningunni hvort þörf sé fyrir fræðslu í verslunargeiranum og hver vegna tækifærin sem eru til staðar eru ekki nýtt sem skyldi.

Frummælendur:

  • Helga Björk Pálsdóttir – verkefnastjóri Verslunarfagnáms hjá Mími-símenntun 
  • Sigríður Anna Guðjónsdóttir – verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar- og þjónustu 
  • Guðríður H. Baldursdóttir – Starfsmannastjóri Kaupáss 
  • Guðfinna Harðardóttir - sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  

Fyrirkomulag - Fjórar stuttar framsögur og hópavinna í 30 mínútur. Stýring hópavinnu: Björn Garðarsson starfsmaður fagráðs Verslunar- og þjónustu og Haukur Harðarson verkefnastjóri hjá Mími-símenntun.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á: haukur@mimir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband