Færsluflokkur: Menntun og skóli

Ný námsver Þekkingarnets Austurlands kynnt í viku símenntunar

Í viku símenntunar á Austurlandi verður lögð áhersla á að ná til fólks með stutta formlega menntun. Ýmsar námsleiðir verða kynntar eins og Landnemaskólinn og fagnámskeið. Sérstaklega verða kynnt ný námsver Þekkingarnets Austurlands á Vopnafirði, Breiðdalsvík og Reyðarfirði. Farið verður í fyrirtækjaheimsóknir og námskynningar í allt að 25 fyrirtæki víðs vegar um Austurland. Ekki má gleyma afhendingu viðurkenningar Þekkingarnets Austurlands fyrir gott starf á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar. Nánar á www.tna.is 

Er þörf fyrir aukna þekkingu í þjónustugreinum?

Mímir símenntun boðar til hádegisfundar þriðjudaginn 23. sept. kl. 12.15-14.00 í Skeifunni 8 í tilefni af viku símenntunar. Á fundinum verður velt upp spurningunni hvort þörf sé fyrir fræðslu í verslunargeiranum og hver vegna tækifærin sem eru til staðar eru ekki nýtt sem skyldi.

Frummælendur:

  • Helga Björk Pálsdóttir – verkefnastjóri Verslunarfagnáms hjá Mími-símenntun 
  • Sigríður Anna Guðjónsdóttir – verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar- og þjónustu 
  • Guðríður H. Baldursdóttir – Starfsmannastjóri Kaupáss 
  • Guðfinna Harðardóttir - sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  

Fyrirkomulag - Fjórar stuttar framsögur og hópavinna í 30 mínútur. Stýring hópavinnu: Björn Garðarsson starfsmaður fagráðs Verslunar- og þjónustu og Haukur Harðarson verkefnastjóri hjá Mími-símenntun.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á: haukur@mimir.is


Örnámskeið og kynningar á starfsmenntasjóðum

LogoThingeyingaÞekkingarsetur Þingeyinga mun heimsækja fyrirtæki á sínu starfssvæði á hverjum degi í viku símenntunar og kynna námsframboð og styrkjamöguleika úr starfsmenntasjóðum. Einnig verða örnámskeið í boði þar sem tekin verða fyrir efni eins og hreyfing og heilsa, næringarfræði og fræðsla um ný tungumál og nýja menningu. Heimasíða Þekkingarseturs Þingeyinga er www.hac.is 

Fyrirtækjadagurinn er 24. september

Miðvikudagurinn 24. september er tileinkaður fræðslu í fyrirtækjum. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir nýtt til að kynna fræðslustefnu sína fyrir starfsmönnum, hleypt af stað símenntunarátaki eða haldið námskeið. Það er líka góð hugmynd að fá fræðsluaðila til að kynna framboð námskeiða eða fulltrúa stéttarfélaga eða fræðslusjóða til að kynna réttindi sem starfsmenn hafa t.d. til að fá námskeið greitt úr sínum sjóðum. Bent er á framkvæmdaraðila viku símenntunar í tenglalista hér til vinstri en þeir koma gjarna og kynna viku símenntunar og námsframboð á hverju landssvæði.

Heilmörg fyrirtæki hafa tekið virkan þátt í viku símenntunar undanfarin ár og hafa gjarna nýtt fyrirtækjadaginn til að hvetja starfsmenn sína til að leita sér fræðslu. Fyrirtæki eru hvött til að láta vita um það sem þau gera í tengslum við viku símenntunar. Upplýsingar má senda til verkefnastjóra í simenntun@simnet.is


Samstarfsaðilar viku símenntunar um land allt

Framkvæmdaraðilar viku símenntunar eru símenntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mímir símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Í viku símenntunar er lögð áhersla á að kynna þá símenntun sem í boði er, fyrirtæki verða heimsótt og boðið upp á stutt námskeið og ráðgjöf til kynningar.

Símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni eru: 

  • Símenntunarmiðstöð Vesturlands
  • Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 
  • Fræðslunet Vestfjarða
  • Þekkingarnet Austurlands 
  • Fræðslunet Suðurlands
  • Símey - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
  • Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
  • Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja 
  • Þekkingarsetur Þingeyinga 
Framkvæmdaraðilar viku símenntunar veita allar nánari upplýsingar um dagskrá á hverjum stað. Listi yfir tengla á heimasíður þeirra er í tenglalista hér til vinstri á síðunni.
Einnig má hafa samband við verkefnastjóra viku símenntunar, Aðalheiði Jónsdóttur í simenntun@simnet.is  
Menntamálaráðuneytið stendur fyrir viku símenntunar en hún er einnig styrkt af Starfsmenntaráði. 

 


Vika símenntunar 2008

Vika símenntunar verður 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að hvetja fólk til að leita sér þekkingar og minna á að öll fræðsla nýtist til góðs í leik og starfi. Í ár verður lögð sérstök áhersla á að ná til fólks sem hefur litla formlega menntun og sérstaklega verður hugað að fræðslu í fyrirtækjum. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir árlegri viku símenntunar í samstarfi við símenntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mími símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenntaráð styrkir viku símenntunar.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband