Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Símenntunardagur í fyrirtækjum er í dag

Logo_blom_vika_simMiðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. með því kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.

Hver á að þreskja hveitið, hnoða deigið og baka brauðið ef allir eru á námskeiði?

Mímir símenntun stendur fyrir morgunfundi miðvikudaginn 24. september kl. 08.30 til 10.15 í Skeifunni 8, 2.hæð. Tilefnið er fyrirtækjadagur viku símenntunar.

Spurningunum sem velt verður upp eru: Hver er hagnaður fyrirtækis af því að starfsmenn með stutta formlega skólagöngu sæki sér þekkingu? Kunna þeir ekki allt sem starfið krefst?Verður námið ekki til þess að þeir gera auknar kröfur, sækja frekara nám eða finna sér aðra vinnu? Er símenntun aðeins fyrir starfsmenn með framhaldsnám?

Frummælendur:

  • Jón Sigurðsson sérfræðingur, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Pálmar Sigurðsson skrifstofu- og starfsmannastjóri Hópbíla
  • Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Mími-símenntun
  • Andrés Magnússon starfsmannastjóri Póstsins

 Aðalheiður Jónsdóttir verkefnastjóri viku símenntunar stýrir pallborðsumræðum

Skráning á haukur@mimir.is

Að fundinum loknum gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi Mímis-símenntunar.


Gagnlegur fyrirlestrar fyrir starfsfólk fyrirtækja á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum verða margs konar fyrirlestrar í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja. Starfsemi Miðstöðvar símenntunar áSuðurnesjum mun einnig verða kynnt, þ.e. námskeiðahald og náms- ogstarfsráðgjöf auk þess sem sérstök áhersla verður á að kynna lesblindugreiningar og þau námskeiðsem eru sérstaklega í boði fyrir lesblinda.

Dæmi um þá fyrirlestra sem verða í boði er Samskiptiog vellíðan á vinnustað, en þar fjalla Þórhildur Þórhallsdóttir um mikilvægistarfsánægju á vinnustöðum og hvaða þættir hafa helst áhrif á starfsánægjueinstaklinga. Jón Gnarr mun halda fyrirlestur um þjónustu undir heitinu Ég viðskiptaVINURINN, sem er bráðfyndin, djúpog hressandi sýn á þjónustu frá einum kraftmesta listamanni þjóðarinnar. KolbrúnRagnarsdóttir mun síðan fjalla um mismunandi aðferðir til að stjórna streitu ogmæta álagi í starfi.  Ætlunin er aðbjóða upp á 10 fyrirlestra sem yrðu fyrirtækjum á svæðinu að kostnaðarlausu. 


Er þörf fyrir aukna þekkingu í þjónustugreinum?

Mímir símenntun boðar til hádegisfundar þriðjudaginn 23. sept. kl. 12.15-14.00 í Skeifunni 8 í tilefni af viku símenntunar. Á fundinum verður velt upp spurningunni hvort þörf sé fyrir fræðslu í verslunargeiranum og hver vegna tækifærin sem eru til staðar eru ekki nýtt sem skyldi.

Frummælendur:

  • Helga Björk Pálsdóttir – verkefnastjóri Verslunarfagnáms hjá Mími-símenntun 
  • Sigríður Anna Guðjónsdóttir – verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar- og þjónustu 
  • Guðríður H. Baldursdóttir – Starfsmannastjóri Kaupáss 
  • Guðfinna Harðardóttir - sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  

Fyrirkomulag - Fjórar stuttar framsögur og hópavinna í 30 mínútur. Stýring hópavinnu: Björn Garðarsson starfsmaður fagráðs Verslunar- og þjónustu og Haukur Harðarson verkefnastjóri hjá Mími-símenntun.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á: haukur@mimir.is


Fyrirtækjadagurinn er 24. september

Miðvikudagurinn 24. september er tileinkaður fræðslu í fyrirtækjum. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir nýtt til að kynna fræðslustefnu sína fyrir starfsmönnum, hleypt af stað símenntunarátaki eða haldið námskeið. Það er líka góð hugmynd að fá fræðsluaðila til að kynna framboð námskeiða eða fulltrúa stéttarfélaga eða fræðslusjóða til að kynna réttindi sem starfsmenn hafa t.d. til að fá námskeið greitt úr sínum sjóðum. Bent er á framkvæmdaraðila viku símenntunar í tenglalista hér til vinstri en þeir koma gjarna og kynna viku símenntunar og námsframboð á hverju landssvæði.

Heilmörg fyrirtæki hafa tekið virkan þátt í viku símenntunar undanfarin ár og hafa gjarna nýtt fyrirtækjadaginn til að hvetja starfsmenn sína til að leita sér fræðslu. Fyrirtæki eru hvött til að láta vita um það sem þau gera í tengslum við viku símenntunar. Upplýsingar má senda til verkefnastjóra í simenntun@simnet.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband