Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Örnámskeið og kynningar á starfsmenntasjóðum

LogoThingeyingaÞekkingarsetur Þingeyinga mun heimsækja fyrirtæki á sínu starfssvæði á hverjum degi í viku símenntunar og kynna námsframboð og styrkjamöguleika úr starfsmenntasjóðum. Einnig verða örnámskeið í boði þar sem tekin verða fyrir efni eins og hreyfing og heilsa, næringarfræði og fræðsla um ný tungumál og nýja menningu. Heimasíða Þekkingarseturs Þingeyinga er www.hac.is 

Fyrirtækjadagurinn er 24. september

Miðvikudagurinn 24. september er tileinkaður fræðslu í fyrirtækjum. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir nýtt til að kynna fræðslustefnu sína fyrir starfsmönnum, hleypt af stað símenntunarátaki eða haldið námskeið. Það er líka góð hugmynd að fá fræðsluaðila til að kynna framboð námskeiða eða fulltrúa stéttarfélaga eða fræðslusjóða til að kynna réttindi sem starfsmenn hafa t.d. til að fá námskeið greitt úr sínum sjóðum. Bent er á framkvæmdaraðila viku símenntunar í tenglalista hér til vinstri en þeir koma gjarna og kynna viku símenntunar og námsframboð á hverju landssvæði.

Heilmörg fyrirtæki hafa tekið virkan þátt í viku símenntunar undanfarin ár og hafa gjarna nýtt fyrirtækjadaginn til að hvetja starfsmenn sína til að leita sér fræðslu. Fyrirtæki eru hvött til að láta vita um það sem þau gera í tengslum við viku símenntunar. Upplýsingar má senda til verkefnastjóra í simenntun@simnet.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband