Viku símenntunar lýkur í dag

Skipulag viku símenntunar tókst vel um allt land, en það voru 11 símenntunarmiðstöðvar um allt land sem sáu um framkvæmd vikunnar í ár. Fjöldinn allur af námskeiðum og kynningum fór fram á hverjum stað auk þess sem fyrirtæki voru sérstaklega hvött til að huga að fræðslustefnu sinni og símenntun starfsmanna. Vika símenntunar minnir okkur á að menntun er æviverk og alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu sem gagnast í lífi og starfi. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir árlegri Viku símenntunar auk þess sem Starfsmenntaráð styrkir einnig framkvæmd hennar.

Símenntunardagur í fyrirtækjum er í dag

Logo_blom_vika_simMiðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. með því kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.

Hver á að þreskja hveitið, hnoða deigið og baka brauðið ef allir eru á námskeiði?

Mímir símenntun stendur fyrir morgunfundi miðvikudaginn 24. september kl. 08.30 til 10.15 í Skeifunni 8, 2.hæð. Tilefnið er fyrirtækjadagur viku símenntunar.

Spurningunum sem velt verður upp eru: Hver er hagnaður fyrirtækis af því að starfsmenn með stutta formlega skólagöngu sæki sér þekkingu? Kunna þeir ekki allt sem starfið krefst?Verður námið ekki til þess að þeir gera auknar kröfur, sækja frekara nám eða finna sér aðra vinnu? Er símenntun aðeins fyrir starfsmenn með framhaldsnám?

Frummælendur:

  • Jón Sigurðsson sérfræðingur, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Pálmar Sigurðsson skrifstofu- og starfsmannastjóri Hópbíla
  • Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Mími-símenntun
  • Andrés Magnússon starfsmannastjóri Póstsins

 Aðalheiður Jónsdóttir verkefnastjóri viku símenntunar stýrir pallborðsumræðum

Skráning á haukur@mimir.is

Að fundinum loknum gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi Mímis-símenntunar.


Vika símenntunar á fullri ferð á Vesturlandi

LogoVesturland

StarfsfólkSímenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður á fullri ferð um landshlutann íViku símenntunar, í fyrirtækjum og með opnar kynningar til að kynnahina ýmsu námsmöguleika og hvað stendur íbúum til boða á sviði sí- ogendurmenntunar.  Í kjölfar auglýstra kvöldkynninga slást Beggi ogPacas í för og verða með vangaveltur um kærleikann, fordóma, gleðina oghamingjuna. Þessarkynningar verða haldnar á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði og Búðardal.

Þrírkynningarfundir verða haldnir í Viku símenntunar þar sem fyrirhugað er að faraaf stað með Grunnmenntaskólann og Aftur í nám. Kynningarfundirá Grunnmenntaskólanum verða haldnir í Borgarnesi og á Akranesi, auk þess semkynningarfundur á Aftur í nám verður í Grundarfirði.

Jóhanna Kristjónsdóttir verður með fyrirlestur áAkranesi  sem nefnist Miðausturlönd – menning, trú og saga. 

 


Gagnlegur fyrirlestrar fyrir starfsfólk fyrirtækja á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum verða margs konar fyrirlestrar í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja. Starfsemi Miðstöðvar símenntunar áSuðurnesjum mun einnig verða kynnt, þ.e. námskeiðahald og náms- ogstarfsráðgjöf auk þess sem sérstök áhersla verður á að kynna lesblindugreiningar og þau námskeiðsem eru sérstaklega í boði fyrir lesblinda.

Dæmi um þá fyrirlestra sem verða í boði er Samskiptiog vellíðan á vinnustað, en þar fjalla Þórhildur Þórhallsdóttir um mikilvægistarfsánægju á vinnustöðum og hvaða þættir hafa helst áhrif á starfsánægjueinstaklinga. Jón Gnarr mun halda fyrirlestur um þjónustu undir heitinu Ég viðskiptaVINURINN, sem er bráðfyndin, djúpog hressandi sýn á þjónustu frá einum kraftmesta listamanni þjóðarinnar. KolbrúnRagnarsdóttir mun síðan fjalla um mismunandi aðferðir til að stjórna streitu ogmæta álagi í starfi.  Ætlunin er aðbjóða upp á 10 fyrirlestra sem yrðu fyrirtækjum á svæðinu að kostnaðarlausu. 


Símenntunarrúta ferðast með menntakistu um Vestfirði

Logo frmst

Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun hafa víðtækt samstarf í viku símenntunar við aðila eins og Félag opinberra starfsmanna á Ísafirði, Háskólasetur Vestfjarða, Menntaskólann á Ísafirði, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Vinnumálastofnun. Farið verður í símenntunarrútu um Vestfirði, fyrirtæki og stofnanir heimsóttar á daginn og boðin stutt námskeið í hádeginu. Á kvöldin verður opnuð menntakista á völdum stöðum en úr menntakistunni getur fólk valið einstök námskeið og/eða fengið margvíslegar upplýsingar og ráðgjöf. Í hádeginu verða boðin örnámskeið á þéttbýlisstöðum sem ekki njóta menntakistunnar þar sem þræddir verða krákustígar internetsins.

Ferðaáætlun símenntunarrútunnar er eftirfarandi: Á mánudag fer hún um norðanverða Vestfirði og stoppar m.a. á Þingeyri og á þriðjudag heimsækir hún Bíldudal, Patreksfjörð og Tálknafjörð. Á miðvikudeginum, sem er símenntunardagur í fyrirtækjum, verður haldin menntasmiðja í Reykhólaskóla. Á fimmtudaginn er stefnan tekin á Drangsnes og Hólmavík og á föstudeginum er endað með glæsilegri dagskrá í nýju húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði. 


Vika símenntunar gerir víðreist á Norðurlandi vestra

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Siglufirði, Blönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd.Með í för verða fulltrúar frá Hólaskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra auk fulltrúa verkalýðsfélaga á svæðinu.

Á Blönduósi og Skagaströnd verður lögð áhersla á að kynna verkefnið „Eflum byggð“ en það er verkefni sem unnið er í samstarfi við Hólaskóla, háskólann á Hólum og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Einnig verður kynnt námskeiðið „ Aftur í nám“, en það er ætlað fullorðnu fólki sem á við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða. Á Hvammstanga verður Grunnmenntaskólinn kynntir og einnig tungumálanámskeið sem eru í boði, en á Siglufirði verður megináherslan á almenna kynningu á Farskólanum.

Í Skagafirði verður megináherslan lögð á Hofsós, en þar verður kynning á Grunnmenntaskólanum með fulltingi kvenna sem hyggjast stunda nám í honum í vetur. Á Sauðárkróki verður opið hús í Farskólanum þar sem verða kynnt starfstengd námskeið sem Farskólinn hefur haft umsjón með fyrir opinberar stofnanir á svæðinu.Á öllum þessum stöðum verður jafnframt boðið upp á ókeypis áhugasviðsgreiningu á vegum Svæðisvinnumiðlunar á Norðurlandi vestra.


Námskeið og kynningar í Eyjum

Í Vestmannaeyjum mun Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, bjóða upp á stutt tölunámskeið sem verða sniðin að þörfum eldri borgara og sjómanna. Einnig verða kynningar á úrræðum vegna lesblindu og loks verður skipulagt sérstakt námskeið í blaðaútgáfu fyrir fólk í fiskvinnslu.

Samstarf út um sveitir í Eyjafirði

Símey - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar sér um framkvæmd viku símenntunar á Eyjafjarðarsvæðinu, Í ár mun Símey leggja áherslu á samstarf út um sveitir og munu fara víða og bjóða stutt fræðsluerindi á Akureyri, Dalvík, Grenivík og í Fjallabyggð, sem verða almenningi að kostnaðarlausu. Einnig veðrur almenn kynning á starfsemi Símey og þjónustu náms- og starfsráðgjafa á svæðinu. Áhersla verður lögð á að hvetja fyrirtæki til að huga að fræðslu fyrir starfsmenn sína. 

Áhersla á fræðslu í fyrirtækjum á Suðurlandi

Megináherslan í viku símenntunar á Suðurlandi er á fyrirtækjaheimsóknir. Markmiðið er að ná beint til fólks með kynningu á tækifærum til fræðslu. Starfsfólk Fræðslunets Suðurlands, framkvæmdastjóri Landsmenntar, starfsmenn stéttarfélaga á Suðurlandi, fyrirlesari frá Þekkingarmiðlun og túlkar munu sjá um fræðslu- og upplýsingafundina. Fyrirtækin sem fá heimsókn og kynningar í viku símenntunar í viku símenntunar eru MS Selfossi, Reykjagarður á Hellu, Samverk á Hellu, SS á Hvolsvelli, SET á Selfossi og nokkur fyrirtæki í Þorlákshöfn. Nánar á http://fraedslunet.googlepages.com 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband